Fishproducts

Þjónusta

ÚTGERÐARÞJÓNUSTA
Fishproducts Iceland tekur að sér útgerð skipa að hluta eða öllu leyti fyrir viðskiptavini sína. Skipum sem gerð eru út af Fishproducts Iceland býðst aðgangur að skipstjórum, vélstjórum og gæðaeftirlitsmönnum fyrirtækisins.

SALA
Fishproducts leitast við að tryggja viðskiptavinum sínum sölu afurða sinna á góðu verði.

ICEFISH
Þeim skipum sem standast hæstu gæðakröfur bjóðum við sölu afurða undir vöruheitinu Ice Fish. Merkið er í augum kaupenda í Evrópu og Bandaríkunum trygging á gæðum.

FJÁRMÖGNUN
Fishproducts Iceland býður viðskiptavinum sínum fjármögnun til skemmri eða lengri tíma. Lán til veiðarfærakaupa og jafnvel skipakaupa eru á meðal þess sem fyrirtækið hefur tekið að sér að útvega.

VEIÐARFÆRI
Fishproducts Iceland hefur á að skipa einvala liði hvað varðar flesta þætti
sjávarútvegs. Samstarf við veiðarfæraframleiðendur gerir viðskiptavinum kleift að að vera ávallt í farabroddi hvað nýjungar í veiðarfæratækni varðar.

ÖNNUR ÞJÓNUSTA
Viðskiptavinum Fishproducts bjóðast flutningslausnir, tryggingar og geymsla afurða svo fátt eitt sé nefnt.